Leikhópur FAS sýnir í Mánagarði

06.mar.2016

leikhopurÍ FAS er hægt að velja leiklist og nýtist sá áfangi í nám nemenda. Áfanginn er í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar.  Þar býðst nemendum að taka þátt í  að setja upp leiksýningu frá upphafi til enda. Fenginn er leikstjóri sem vinnur með nemendum í sex til sjö vikur og geta nemendur lært margt á þessum tíma. Í ár kom Jón Stefán Kristjánsson sem er reyndur leikari og leikstjóri og hefur unnið mikið með áhugaleikfélögum og framhaldsskólum um allt land.

Að þessu sinni var ákveðið að setja upp tvö stutt verk. Það eru verkin: Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur og Tjaldið eftir Hallgrím Helgason en bæði þessi leikverk voru samin fyrir Þjóðleik árið 2012. Verkin eru ólík og sýna leikarar frábæra hæfileika með því að takast á við mjög ólík hlutverk.

Frumsýningin var síðast liðinn föstudag og stóðu krakkarnir sig með prýði. Síðasta sýning verður í kvöld og hvetjum við alla Hornfirðinga til að skella sér í leikhús. Sýningin er í Mánagarði og hefst klukkan 19:00.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...